Snjallvefir

VefhönnunNú nota 44% landsmanna snjalltæki til að tengjast netinu og flestir daglega*). Næst býður nú hönnun vefja sem skynja jafnóðum í hvaða tæki verið er að skoða vefinn og aðlaga uppstillinguna að því. Heimasíðan verður þannig aðgengileg öllum sem vilja skoða, hvenær og hvar sem er.

Krafa neytenda um að geta skoðað vefi í hvaða tæki sem er eykst sífellt. Vefur Næst, sem þú ert að lesa, er snjallvefur unninn í WordPress vefumsjónarkerfinu, en nú eru yfir 20% vefja í heiminum WordPress-vefir. Auðvelt er að setja inn efni á slíka vefi og stjórna aðgangi mismunandi aðila að innsetningunni. Ýmiss konar viðbætur og lausnir eru í boði sem henta ólíkum þörfum. Næst býður hönnun og uppsetningu á snjallvefjum og við önnumst einnig innsetningu á efni og umsjón með vefjum eftir því sem óskað er.

*) Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands.