Listavefurinn

listavefurinn

Listavefurinn er námsvefur í myndlist fyrir mið- og unglingastig grunnskóla. Hann leggur áherslu á miðlun listsögu, fagurfræði og rýni. Vefurinn er byggður upp sem „sýndarlistasafn“ þar sem notandinn getur valið á milli sex myndlistarsýninga og taka verkefnin sem þar er að finna mið af þrepamarkmiðum í námskrá. Einnig er hægt að fræðast um ýmist lögmál myndlistar í gagnvirkum verkefnum. Á vefnum er einnig umfjöllun um þá 65 listamenn sem þar eiga verk. Vefurinn er hannaður af Næst.