40 ára afmæli Epal

epal_plakatÍ tilefni af 40 ára afmæli sínu fékk Epal 12 hönnuði til að hanna plaköt sem túlka Epal í framtíðinni. Okkar útgáfa er hér. Plakatið kynnir „Zappið“, forrit í snjallsíma sem gefur notanda kleift að varpa þrívíðri mynd af hlut á hvaða stað sem er, þannig er hægt að máta húsgögn inn á heimilið, velja liti og útfærslur.

Reglurnar um ríkidæmi

Reglurnar um ríkidæmiReglurnar um ríkidæmipersónulegur lykill að velmegun og allsnægtum

Sumu fólki reynist auðvelt að finna fjármuni; auðvelt að afla þeirra og auðvelt að ávaxta þá. Okkur hinum finnst bara auðvelt að eyða þeim. Snýst þetta um heppni? Veit eða gerir ríkt fólk eitthvað sem við hin þekkjum ekki? Er þetta eitthvað sem við getum tamið okkur? Svarið er skýrt og ákveðið já. Það eru reglurnar um ríkidæmi.

Reglurnar um ríkidæmi leiðbeina um grundvallaratriði sem hjálpa fólki að öðlast meira af peningum, meðhöndla þá skynsamlegar, ávaxta þá á skilvirkari hátt og læra að nýta þá til að lifa hamingjusamara, fyllra og þægilegra lífi. Ef þig dreymir um að eignast nægilega mikið af peningum til að losna við fjármálaáhyggjur þarft þú að eignast þessa bók.

Metsöluhöfundur bókanna um Reglurnar
Bækur Richard Templar um Reglurnar eiga sér engin landa­mæri og hafa setið í efstu sætum metsölulista um allan heim. Fjöldi lesenda hefur vitnað opinberlega um hversu djúpstæð og jákvæð áhrif bækurnar hafa haft á líf þeirra.

Til að panta bókina smellið hér.

Snjallvefir

VefhönnunNú nota 44% landsmanna snjalltæki til að tengjast netinu og flestir daglega*). Næst býður nú hönnun vefja sem skynja jafnóðum í hvaða tæki verið er að skoða vefinn og aðlaga uppstillinguna að því. Heimasíðan verður þannig aðgengileg öllum sem vilja skoða, hvenær og hvar sem er.

Krafa neytenda um að geta skoðað vefi í hvaða tæki sem er eykst sífellt. Vefur Næst, sem þú ert að lesa, er snjallvefur unninn í WordPress vefumsjónarkerfinu, en nú eru yfir 20% vefja í heiminum WordPress-vefir. Auðvelt er að setja inn efni á slíka vefi og stjórna aðgangi mismunandi aðila að innsetningunni. Ýmiss konar viðbætur og lausnir eru í boði sem henta ólíkum þörfum. Næst býður hönnun og uppsetningu á snjallvefjum og við önnumst einnig innsetningu á efni og umsjón með vefjum eftir því sem óskað er.

*) Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands.

Flutt í Beykihlíð 2

næst skiltiNæst hefur flutt vinnustofuna á nýjan stað, Beykihlíð 2, 105 Reykjavík. Á sama stað er skrifstofa Nest Apartments. Við tökum á móti viðskiptavinum samkvæmt samkomulagi. Síminn er 562 3135.