Rekur þú gistiþjónustu?

Ekki borga of mikið í þjónustugjöld

Algengt er að fyrirtæki í gistiþjónustu greiði allt frá 15-25% í þjónustugjöld til söluaðila.
Margir eru ekki með eigin vefsíðu þar sem hægt er að bóka beint og missa þannig af bókunum sem ekki þarf að greiða söluþóknun af til annarra aðila.

Mikilvægasta skrefið er að skapa sitt eigið nafn

Haltu nafni fyrirtækis þíns á lofti á samfélagsmiðlum með tölvupósti og öðrum auglýsingaleiðum. Þetta er eitt það verðmætasta sem þú getur gert fyrir fyrirtækið þitt.

Komdu upp heimasíðu sem leyfir gestum að bóka beint

Góðar myndir og beittur texti er ekki nóg, gerðu gestum þínum auðvelt fyrir með því að hafa opna leið til að bóka beint.

Tengdu við bókunarkerfi til að koma í veg fyrir tvíbókanir

Bókunarkerfi eins og t.d. Godo bjóða uppá tengimöguleika fyrir beinar bókanir.

Það er sjálfsagt að nota bókunarsíður og líta þannig á að þjónustugreiðslur til þeirra séu markaðskostnaður sem þarf að greiða. En ef þú byggir upp eigið nafn þá getur þú fengið beinar bókanir frá fyrri gestum sem kjósa að koma aftur og frá gestum sem hafa fengið ábendingar um þitt fyrirtæki.
Það byggist að sjálfsögðu á því að vera með góða heimasíðu þar sem hægt er að bóka beint.

Við hjá Næst bjóðum hagkvæma hönnun vefja sem byggist á WordPress vefumsjónakerfi sem auðvelt er að halda við.

Skoðið dæmi hér:

Nest Apartments 

 

 

 

 

 

 

Casa Nido